Ástarljóð á Valentínusardegi

Austfirsk ástarljóð í tali og tónum í Sláturhúsinu á degi elskenda.
Austfirsk ástarljóð í tali og tónum í Sláturhúsinu á degi elskenda.

Ástarljóð verða flutt í Sláturhúsinu í tilefni af degi elskenda þann 14. febrúar. Flutt verða austfirsk ástarljóð í tali og tónum. 

Austfirsk skáld og lesarar flytja ástaróði.

Öystein Magnús Gjerde flytur ljóð eftir Pál Ólafsson við lög ýmissa höfunda, en um Pál hefur verið sagt að enginn maður hafi elskað heitar en hann í samanlagðri íslenskri ljóðagerð.

Dagskráin hefst klukkan 20:00. Allir velkomnir.