Áskorun um tiltekt - Erindi frá Umhverfisstofnun

Á fundi bæjarstjórnar þann 6. mars sl. var tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun um bætta umgengni og umhirðu lands til að fækka slysagildrum t.d. fyrir hreindýr.
 
Í framhaldi af því var gerð eftirfarandi bókun:
„Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og lýsir ánægju sinni yfir að vel hafi tekist til við að fækka slysagildrum fyrir hreindýr. Bæjarstjórn hvetur landeigendur og aðra línu- og girðingaeigendur til að hafa áfram vakandi auga fyrir og ráða bót á slysagildrum fyrir skepnur á landareignum sínum“.
 
Bæjarstjórn vonast til þess að bændur og aðrir umráðamenn jarða og landareigna, eigendur og umsjónaraðilar rafmagns- og símalína, sem og allir þeir sem um landið ferðast, hugi að þessum málum og reyni eftir föngum að halda vel við línum og girðingum, en rífa þær ella.