Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 var lagður fram í bæjarráði Fljótsdalshéraðs þann 15. mars 2017 og samþykktur og áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann sama dag.

Helstu niðurstöður.
• Afkoma af rekstri Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 var jákvæð um 256 millj. kr. samkvæmt samstæðureikningi sveitarfélagsins.

• Rekstrarafkoma A hluta var jákvæð um 178 millj. kr.

• Skuldahlutfall A hluta fór niður fyrir 150% á árinu 2016 og er 145% í árslok 2016.

• Framlegð eða EBITDA í samstæðureikning Fljótsdalshéraðs var jákvæð um 925 millj. kr. á árinu 2016 eða 23% í hlutfalli af rekstartekjum.

• Í A hluta nam EBITDA 649 millj. kr. á árinu 2016 eða 18% í hlutfalli af rekstartekjum.

• Veltufé frá rekstri nam 680 millj. kr. á árinu 2016 í samstæðu A- og B hluta eða 17% í hlutfalli af rekstrartekjum.

• Veltufé frá rekstri í A hluta nam 482 millj. kr. eða 14% í hlutfalli af rekstrartekjum.

• Skuldir og skuldbindingar samstæðu A- og B hluta námu í árslok 2016 um 8.321 millj. kr. og lækka um 460 millj. kr. frá árinu 2015. Skuldaviðmið skv. reglugerð um fjárhagsleg viðmið fyrir samstæðureikning A og B hluta er 181% í árslok 2016 en skal skv. sveitarstjórnarlögum vera 150%.

• Skuldir og skuldbindingar í A hluta nema 5.167 millj. kr. í árslok 2016 og lækkuðu um 292 millj. kr. frá árinu 2015. Skuldaviðmið A hluta er 139% í árslok 2016.

• Það er markmið sveitarfélagsins að skuldaviðmiðið verði komið niður fyrir 150% árið 2019. Afkoma ársins 2016 og þróun verðbólgu undanfarin misseri styrkir verulega að þau markmið gangi eftir á tilsettum tíma.

Nánari upplýsingar veita:
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri
Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri

Ársreikningur Fljótsdalshérað fyrir 2016 er hér. Fréttatilkynningin er hér og greinargerðin hér.

Skoða má umræðu  bæjarstjórnar um ársreikninginn  hér