Arion banki styrkir Hött

Samstarfssamningur milli Íþróttafélagsins Hattar og Arion banka hefur verið undirritaður. Bankinn hefur lengi verið einn af aðalstyrktaraðilum barna og unglingastarfs Hattar og með þessari undirritun staðfestir Arion banki að svo verði áfram.

Samkvæmt samningnum verða utanyfirgallar barna og unglinga merktir Arion banka næstu þrjú ár.

Á myndinni má sjá Davíð Þór Sigurðarson, formann Hattar, og Guðmund Ólafsson, útibússtjóri Arion á Egilsstöðum, eftir undirritunina.