Fara í efni

Yfirlit frétta

18.09.20 Fréttir

Tillaga að deiliskipulagi Djúpivogur - uppbygging á athafnasvæði við Háukletta - deiliskipulag

Í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að deiliskipulagi fyrir uppbyggingu á athafnasvæði við Háukletta (greinargerð dags. 28. ágúst 2020 m.s.br. / uppdráttur dags. 17. ágúst 2020). Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir byggingu athafnahúsnæðis (allt að 2.500 m2 að stærð), ásamt færslu á jarðvegsmön. Afmörkuð er lóð og byggingareitur ásamt aðkomuleið.
08.09.20 Fréttir

Breyting á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þ. 2. september 2020 að auglýsa að nýju tillögu að breytingu á deiliskipulagi flugvallar á Egilsstöðum, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt greinargerð með tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna ákvörðunar um matsskyldu sbr. 2. mgr. 6.gr. laga um mat a umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og umhverfisskýrslu.
03.09.20 Fréttir

Grenndarkynning Bakki 4 – umbúðamóttaka matshl. 13

Á fundi sveitarstjórnar Djúpavogshrepps 14. ágúst 2020 var ákveðið að láta fara fram grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á eftirfarandi tillögum: Bakki 4 – umbúðamóttaka matshl. 13 Um er að ræða byggingu umbúðamóttöku við suðurgafl núverandi byggingar við Bakka 4, í samræmi við framlögð kynningargögn, dags. 30. júlí 2020 m.s.br.
28.08.20 Fréttir

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum 19. ágúst 2020 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg, skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð. Skipulagstillagan er kynnt á vinnslustigi í samræmi við 4.mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 80 ha. að stærð. Egilsstaðabær keypti Selskóg árið 1992 og hófst þá uppbygging skógarins sem í dag er orðinn að vinsælu útivistarsvæði í jaðri þéttbýlisins á Egilsstöðum.
Getum við bætt efni þessarar síðu?