Fara í efni

Yfirlit frétta

21.09.20 Fréttir

Verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028

Vegagerðin undirbýr jarðgangagerð undir Fjarðarheiði. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta vegasamgöngur milli Seyðisfjarðar og annarra byggðarlaga, einkum að vetrarlagi, auka umferðaröryggi og bæta sambúð vegar og umferðar við íbúa og umhverfi. Í tengslum við framkvæmdir vegna Fjarðarheiðarganga hefur Vegagerðin jafnframt skoðað að færa Hringveginn út fyrir þéttbýlið á Egilsstöðum.
18.09.20 Fréttir

Tillaga að deiliskipulagi Djúpivogur - uppbygging á athafnasvæði við Háukletta - deiliskipulag

Í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að deiliskipulagi fyrir uppbyggingu á athafnasvæði við Háukletta (greinargerð dags. 28. ágúst 2020 m.s.br. / uppdráttur dags. 17. ágúst 2020). Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir byggingu athafnahúsnæðis (allt að 2.500 m2 að stærð), ásamt færslu á jarðvegsmön. Afmörkuð er lóð og byggingareitur ásamt aðkomuleið.
08.09.20 Fréttir

Breyting á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þ. 2. september 2020 að auglýsa að nýju tillögu að breytingu á deiliskipulagi flugvallar á Egilsstöðum, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt greinargerð með tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna ákvörðunar um matsskyldu sbr. 2. mgr. 6.gr. laga um mat a umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og umhverfisskýrslu.
03.09.20 Fréttir

Grenndarkynning Bakki 4 – umbúðamóttaka matshl. 13

Á fundi sveitarstjórnar Djúpavogshrepps 14. ágúst 2020 var ákveðið að láta fara fram grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á eftirfarandi tillögum: Bakki 4 – umbúðamóttaka matshl. 13 Um er að ræða byggingu umbúðamóttöku við suðurgafl núverandi byggingar við Bakka 4, í samræmi við framlögð kynningargögn, dags. 30. júlí 2020 m.s.br.
Getum við bætt efni þessarar síðu?