Fréttir

Sameiningarviðræður til seinni umræðu

Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa tekið álit samstarfsnefndar um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna til fyrri umræðu og vísað því til síðari umræðu. Álit samstarfsnefndarinnar er að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í eitt.
Lesa

17. júní hátíðarhöld og sýningaropnanir

Dagskrá Þjóðhátíðardags Íslendinga, þann 17. júní, fer fram á Fljótsdalshéraði að mestu í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum, eins og undanfarin ár. Einnig verða opnaðar tvær nýjar sýningar í Sláturhúsinu menningarsetri og í Minjasafni Austurlands verður opið þennan dag.
Lesa

Starfsauglýsing - Hlymsdalir

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs óskar nú eftir að ráða starfsmenn í eftirfarandi stöður í Hlymsdölum. 100% stöðu í dagþjónustu eldri borgara og 50% stöðu í handavinnu
Lesa

Staða varaslökkviliðsstjóra Brunavarna á Austurlandi

Laus er til umsóknar staða varaslökkviliðsstjóra Brunavarna á Austurlandi. Brunavarnir á Austurlandi er samlag 6 sveitarfélaga um þjálfun og menntun slökkvilismanna. Starfsvæðið nær til Vopnafjarðar, Borgarfjarðar eystra, Seyðisfjarðar, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2019.
Lesa

Útivistar- og náttúrubingó Ungmennafélagsins Þristar

Í Hreyfivikunni 2019 deildi Ungmennafélagið Þristur frábæru útivistar- og náttúrubingói á Facebook. Á bingóspjaldinu eru hugmyndir að því hvernig hægt er að krydda gönguferðir og útivist með litlum áskorunum, t.d. froskahoppum, fjölskyldusjálfu og trjáfaðmi.
Lesa

Opnun samfélagssmiðju

Opnun samfélagssmiðju að Miðvangi 31 (í gamla Blómabæ) verður í dag, þriðjudaginn 11. júní 2019 klukkan 15. Opið verður til klukkan 18. Léttar veitingar í boði. Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða. Að auki verður þar fundarými og laust pláss fyrir hvers konar viðburði.
Lesa

Sumarsýningar Sláturhússins opna 17. júní

Líkt og verið hefur undanfarin ár er Sumarsýning Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs 2019 í Sláturhúsinu á Egilsstöðum tvískipt og opnar hún þann 17. júní.
Lesa

Samfélagssmiðja í gamla Blómabæ

Þessa dagana er verið að breyta „Blómabæjarhúsinu“, gömlu gróðurhúsi nálægt miðbæ Egilsstaða, í nokkurs konar samfélagssmiðju. Smiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri.
Lesa

Sumaráætlun strætó tekur gildi

Sumaráætlun almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði hefur tekið gildi.
Lesa

Störf í vaktavinnu hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

Óskum eftir að ráða starfsfólk til að sinna stuðningsþjónustu við fatlað fólk á eigin heimilum. Um getur verið að ræða sveigjanlegt stöðuhlutfalli, 90% - 30% stöður.
Lesa