Fréttir

Ljóð á vegg - 13 skáld Menntaskólans á Egilsstöðum

Eins og undanfarin ár skarta nokkrir gluggar og veggir á fjölförnum stöðum á Egilsstöðum og í Fellabæ ljóðum og kvæðum. Nú er nýlokið uppsetningu nýrra ljóða og að þessu sinni var leitað til nemenda Menntaskólans á Egilsstöðum, sem fengist hafa við ljóðagerð, að taka þátt í verkefninu. Það er gert í tilefni þess að á árinu er haldið upp á 40 ára afmæli skólans.
Lesa

Tour de Ormurinn 10. ágúst

Tour de Ormurinn hjólreiðakeppni fer fram laugardaginn 10. ágúst á Fljótsdalshéraði og í Fljótsdalshreppi. Keppnin hóf göngu sína árið 2012 og hefur keppandafjöldi farið stigvaxandi síðan þá en þátttökumet var slegið í fyrra!
Lesa

Sólstöðuganga í Stapavík

Hin árlega Sólstöðuganga Ferðafélags Fljótsdalshéraðs verður farin í Stapavík föstudaginn 21. júní, kl. 20.00. Mæting er við hús Ferðafélagsins að Tjarnarási 8 á Egilsstöðum. Þaðan er ekið að Unaósi. Gengið er frá bílastæði og út með Selfljóti.
Lesa

Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók í gær, 19.júní, til síðari umræðu framlagðar tillögur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps.
Lesa

UÍA býður Austfirðingum á Landsmót 50+

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel.
Lesa

Samfélagssmiðjan á fimmtudegi

Opið hús í Samfélagssmiðju vegna tillögu að endurskoðun aðalskipulags fyrir hluta Grundar á Jökuldal
Lesa

Skógardagurinn mikli 22. júní

Skógardagurinn mikli verður haldinn í Mörkinni Hallormsstað laugardaginn 22. júní. Margt verður í boði m.a. Íslandsmeistaramótið í skógarhöggi, skógarhlaup og skemmtiskokk, tónlist og leikir. Ekki má svo gleyma heilgrilluðu nauti, lambakjöti og öðru matarkyns.
Lesa

Torvald Gjerde hlaut Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs

Þann 17. júní voru Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs veitt í fyrsta sinn. Hlutverk verðlaunanna er vera hvatning til eflingar á menningar- og listastarfi í sveitarfélaginu. Í vor var auglýst eftir ábendingum til verðlaunanna og á fundi sínum 11. júní komst atvinnu- og menningarnefnd einróma að þeirri niðurstöðu að Torvald Gjerde skuli hljóta Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs 2019.
Lesa

Samfélagssmiðjan að Miðvangi 31

Samfélagssmiðjan að Miðvangi 31 (í gamla Blómabæ) verður opin í dag, þriðjudaginn 18. júní 2019 frá klukkan 15:00-18:00. Á staðnum, til skrafs og ráðagerða, verða Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála, og Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 19. júní

297. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 19. júní 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa