Fréttir

Endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Egilsstaða

Kynningarfundur um tillögu að endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Egilsstaða verður haldinn í fundarsal Egilsstaðaskóla í dag 16. maí klukkan 17:00 skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa

Sumarleyfi bæjarstjórnar og sumarlokun bæjarskrifstofu 2019

Á fundi bæjarstjórnar þann 8, maí var samþykkt að sumarleyfi bæjarstjórnar 2019, verði frá síðari fundi bæjarstjórnar 19. júní, til og með 12. ágúst og mun bæjarráð fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma.
Lesa

Jafnréttisstofa kynnir ný lög um jafna meðferð

Jafnréttisstofa verður á Egilsstöðum þriðjudaginn 21. maí og boðar til opins fundar á Hótel Héraði í hádeginu með íbúum á Austurlandi, sveitarstjórnarfólki, forstöðumönnum stofnana og fyrirtækja.
Lesa

Kjaftað um kynlíf með Siggu Dögg

Sigga Dögg kynfræðingur verður með fræðslufyrirlestur fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði fimmtudaginn 16. maí 2019 klukkan 20. Verður fræðslan haldin í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla.
Lesa

Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs

Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs verða í fyrsta sinn veitt 17. júní á þessu ári. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári. Óskað eftir ábendingum til menningarverðlaunanna fyrir 24. maí.
Lesa

Skólastjórar ráðnir

Anna Birna Einarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Fellaskóla og Sigríður Stella Guðbrandsdóttur tekur við skólastjórn í Brúarásskóla á meðan Stefanía Malen verður í námsleyfi.
Lesa

Styrkir vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar

Framlengdur umsóknarfrestur um styrki vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar til 27. maí. Félagsþjónustur Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar vekja athygli á rétti fatlaðs fólks til að sækja um styrki til námskostnaðar og til verkfæra- og tækjakaupa.
Lesa

Vinnuskóli Fljótsdalshéraðs

Frestur til að sækja um í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs rennur út sunnudaginn 12. maí. Vinnuskólinn er opinn ungmennum, fæddum 2003-2006.
Lesa

Fögnum fjölbreytileikanum og gleðjumst saman

List án landamæra fer fram á Héraði í vikunni og verða tvær opnanir í tilefni hátíðarinnar að þessu sinni. Önnur verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum miðvikudaginn 8. maí klukkan 18 og hin í Gallerí Klaustri, Skriðuklaustri laugardaginn 11. maí klukkan 14.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 8. maí

294. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 8. maí 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa