30.04.2019
kl. 12:28
Tvær opnanir verða í tilefni hátíðarinnar List án landamæra 2019 á Austurlandi. Önnur verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum miðvikudaginn 8. maí klukkan 18 og hin í Gallerí Klaustri, Skriðuklaustri laugardaginn 11. maí klukkan 14. Nemendur af listnámsbraut ME sjá um skipulagningu hátíðarinnar í ár undir leiðsögn kennslustjóra brautarinnar, Ólafar Bjarkar Bragadóttur.
Lesa
29.04.2019
kl. 15:26
Í ár er 10 ára afmæli Þjóðleiks, leiklistarhátíð ungs fólks, sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Fimm leikhópar frá Egilsstöðum, Neskaupsstað, Reyðarfirði og Seyðisfirði sýna afraksturinn í Sláturhúsinu fimmtudaginn 2. maí
Lesa
12.04.2019
kl. 17:40
293. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 17. apríl 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
12.04.2019
kl. 16:30
Laugardaginn 13. apríl ætla íbúar Fljótsdalshéraðs að koma saman og „Plokka fyrir Eyþór“, um er að ræða fjáröflunarviðburð til styrktar Eyþóri Hannessyni, hlaupara og plokkara.
Lesa
10.04.2019
kl. 10:40
Hið árlega Skólahreysti 2019 fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum í dag, miðvikudaginn 10. apríl milli kl. 13.00 og 15.00. Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins og í dag eru það grunnskólarnir á Austurlandi sem keppa sín á milli. Sigurliðið tekur síðan þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Laugardalshöllinni í Reykjavík 8. maí.
Lesa
05.04.2019
kl. 16:45
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs hélt sitt árlega ungmennaþing 4. apríl 2019 í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Var yfirskrift þingsins í ár „Ég vil móta mína eigin framtíð“ og sóttu það ríflega 100 ungmenni.
Lesa
03.04.2019
kl. 20:58
Hlekkur á útsendingu er í fréttinni. Um leið og Fljótsdalshérað hvetur íbúa til að fjölmenna á íbúafundinn, um sameiningarmál, í Valaskjálf á morgun 4. Apríl kl. 18, viljum við benda þeim, sem ekki komast, á að hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu á Youtube rás Fljótsddalshéraðs.
Lesa
03.04.2019
kl. 11:55
Ungmennaþing 2019 - Ég vil móta mína eigin framtíð, verður haldið 4. apríl n.k. í Menntaskólanum á Egilsstöðum, en skipuleggjendur þingsins eru eins og áður meðlimir ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs.
Lesa
02.04.2019
kl. 10:00
Þið eruð boðin velkomin á opnun sýningarinnar Filman er ekki dauð eftir Kox sunnudaginn 7. apríl klukkan 14:00. Sýningin fer fram í Sláturhúsinu, Egilsstöðum, í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs. Léttar veitingar í boði og öll velkomin.
Lesa
01.04.2019
kl. 00:00
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum 7. nóvember 2018, að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna breyttrar landnotkunar í Fossgerði.
Lesa