Fréttir

Laust starf yfirþroskaþjálfa

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs óskar eftir að ráða yfirþroskaþjálfa í 100 % starf með vinnutíma frá 08:.00-16:00. Starfið er laust frá 1. apríl n.k. eða eftir nánari samkomulagi. Til greina kemur að ráða einstakling með aðra menntun s.s. iðjuþjálfa, félagsráðgjafa, kennara.
Lesa

Frönsk kvikmyndahátíð í Sláturhúsinu

Dagana 21. og 22. febrúar verða sýndar franskar kvikmyndir í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Sýningarnar eru haldnar í framhaldi af Franskri kvikmyndahátíð sem fram fór í Reykjavík 6.-17. febrúar, í nítjánda sinn. Sendiherra Frakka á Íslandi, Graham Paul, verður viðstaddur fyrri sýninguna í Sláturhúsinu. Sýndar verða tvær kvikmyndir, sem heita Litli bóndinn og Sjúklingur. Báðar sýningarnar hefjast klukkan 19:30.
Lesa

Sumarvinna – Flokkstjórar í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs

Í sumar verður starfræktur vinnuskóli á vegum Fljótsdalshéraðs. Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi hóps nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.
Lesa

Vel heppnaður gönguskíðadagur

Sunnudaginn 10. febrúar síðastliðinn fór fram vel heppnað gönguskíðanámskeið á vegum ungmennafélagsins Þristar og gönguskíðahópsins Snæhéra. Þristur hafði frumkvæði að því að halda örnámskeið á gönguskíðum í samstarfi við Snæhérana. Námskeiðið var tilvalið fyrir bæði algjöra byrjendur og eins þá sem vildu hressa upp á tæknina.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 20. febrúar

289. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 20. febrúar 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Tjarnarskógur auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra

Leikskólinn Tjarnarskógur á Egilsstöðum auglýsir lausa stöðu aðstoðarleikskólastjóra frá og með næsta skólaári. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2019.
Lesa

Hjálpumst að í umferðinni

Þegar snjóar líkt og gert hefur síðustu daga er bráðnauðsynlegt að við hjálpumst öll að í umferðinni. Skyggni er gjarnan slæmt, háir skaflar og veggir hafa myndast víða og aðstæður verða þannig að ekki er alltaf hægt að stöðva ökutæki á augabragði eða bregðast hratt við. Eins eru gangstéttar ekki alltaf ruddar um leið og göturnar, sem kallar á aukinn fjölda gangandi vegfaranda á götunum.
Lesa

Vegna umræðu í tengslum við áform um föngun villikatta

Að undanförnu hefur verið nokkuð lífleg umræða bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sem rekja má til áforma Fljótsdalshéraðs um föngun villikatta dagana 18. febrúar til 8. mars nk.
Lesa

Franskar kvikmyndir í Sláturhúsinu

Alliance Française í Reykjavík og franska sendiráðið á Íslandi, í samstarfi við Institut français kynna franska kvikmyndahátíð, sem er nú haldin í nítjánda sinn. Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs tekur þátt í hátíðinni í ár og sýnir tvær kvikmyndir í bíósal Sláturhússinn Menningarseturs.
Lesa

Milljarður rís 2019

Sýnum samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis! Dansbyltingin Milljarður rís fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum þann 14. febrúar klukkan 12:15-13.00. Þetta er í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn hér á landi og fólk kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.
Lesa