Fréttir

4. í Ormsteiti: TdeO, barna- og fjölskylduhátíð, tónleikar, ball og margt fleira

Laugardagurinn 13. ágúst hefst með því að keppendur í Tour de Ormurinn verða ræstir af stað við N1 klukkan 9:00. Hjólað er í kringum Lagarfljótið og eru tvær vegalengdir í boði, 103 og 68 kílómetrar. Hvatt er til þess menn fjölmenni þegar keppendur fara af stað og koma aftur í markið við N1, en gert er ráð fyrir að þeir fyrstu komi í mark um klukkan 11:00.
Lesa

3. í Ormsteiti: Karnival og hverfaleikar

Föstudagurinn 12. ágúst er helgaður hverfagrilli, karnivali og hverfaleikum. Gert er ráð fyrir að hvert hverfi fyrir sig ákveði hvaða fyrirkomulag verður á hinu hefðbundna grilli sem gert er ráð fyrir að hefjist klukkan 17:00.
Lesa

Umhverfisviðurkenningar Fljótsdalshéraðs 2016

Við setningu Ormsteitis sem fram fór miðvikudaginn 10. ágúst, veitti Fljótsdalshérað viðurkenningar fyrir snyrtimennsku og umgengni í sveitarfélaginu. Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar í fjórum flokkum.
Lesa

2. í Ormsteiti: Púttmót, hátíð í Hlymsdölum, ungmennahátíð og Fellabæjarsúpa

Í dag fimmtudagurinn 11. ágúst hefst Ormsteitið með púttmóti eldriborgara í Skjólgarðinum, á bak við pósthúsið. Eldriborgarar bjóða síðan upp á skemmtun og kaffi klukkan 16:00 að Hlymsdölum þar sem dagskráin verður helguð Kristjáni frá Djúpalæk.
Lesa

1. í Ormsteiti: Setning, nýir íbúar, umhverfisviðurkenningar og veiði

Ormsteitið verður sett formlega í dag, miðvikudaginn 10. ágúst kl. 17.00 í markaðstjaldi sem opið verður alla hátíðina við Nettó. Um leið taka bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar á móti nýjum íbúum sem flutt hafa í sveitarfélagið frá síðasta Ormsteiti og veittar verða umhverfisviðurkenningar Fljótsdalshéraðs.
Lesa

Styttist í Ormsteitið

Ormsteiti, hin árlega Héraðshátíð nálgast óðum. Hún fer að þessu sinni fram dagana 10. til 14. ágúst. Hátíðin er með nokkuð breyttu sniði frá því sem verið hefur, m.a. vegna þess að hún stendur nú yfir í fimm daga en ekki tíu eins og áður. Hátíðin er fjölbreytileg eins og áður og án efa munu íbúar Héraðsins og gestir skemmta sér vel meðan á henni stendur.
Lesa

Skráning á Ormsteitismarkaðinn stendur yfir

Eins og alltaf á Ormsteiti er hægt að selja og kaupa vörur á markaði, sem nú eins og undanfarið, verður haldinn í stóru tjaldi á planinu við Nettó á Egilsstöðum. Markaðurinn verður opinn dagana 10. til og með 13. ágúst milli kl. 13.00 og 17.00.
Lesa

100 luku heilu Urriðavatnssundi og 3 hálfu

Urriðavatnssund 2016 fór fram á laugardaginn, 23. júlí 2016 í ágætisveðri. 121 keppandi var skráður til leiks, þar af 118 í Landvættasund 2,5 km. 100 manns luku sundinu, 61 karl og 39 konur.
Lesa

Sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs

Vegna sumarleyfa starfsmanna verða bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs lokaðar frá 18. júlí til og með 1. ágúst 2016. Þó verður svarað í síma á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að leysa úr brýnustu erindum, eftir því sem tök verða á.
Lesa

120 manns bókaðir í Urriðavatssund

Urriðavatnssundið fer fram á morgun laugardaginn í 7.sinn. Þrjár vegalengdir eru í boði að venju, 400 metra sund, 1,25 km og 2,5 km en langflestir eru í lengsta sundinu.
Lesa