Fréttir

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

242. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 7. september 2016 og hefst hann kl. 17.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Breyttur útivistartími barna

Foreldrar og forráðamenn eru minntir á að samkvæmt 92. grein barnaverndarlaga (nr. 80/2002) styttast útivistartímar barna og unglinga þann 1.september
Lesa

Vetraropnun sundlaugarinnar frá 1. september

Á morgun fimmtudaginn 1. september breytist opnunartími Sundlaugarinnar á Egilsstöðum. Þar verður opnað klukkan 6:30 virka daga og lokað klukkan 20:30 en laugardag og sunnudaga verður opið frá klukkan 10:00 til 17:00.
Lesa

Nýung hefur störf eftir sumarfrí

Félagsmiðstöðin Nýung er að hefja starfsemi sína eftir sumarfrí. Fyrsta opnunin verður mánudaginn 29. ágúst klukkan 19:30-22:00. Fastar opnanir fyrir unglinga í 8.-10. bekk verða á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 19:30–22:00 og á föstudögum frá klukkan 19:30-22:30.
Lesa

Að rísa og falla: Lokasýning ungmennaskiptaverkefnis

Lokasýning írsk-íslensks ungmennaskiptaverkefnis verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á morgun. Hóparnir hafa tekist á við bæði andlegar og líkamlegar áskoranir sem þau gera skil á lokasýningunni.
Lesa

Rathlaupsæfing í Selskógi

Rathlaupafélagið Hekla verður með æfingu í Selskógi á morgun fimmtudag, 25. ágúst. Brautir við allra hæfi (1, 2 og 3 km langar) og allir velkomnir. Notast verður við rafrænan tímatökubúnað.
Lesa

Strætó: Vetraráætlun í gildi

Vetraráætlun almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði tók gildi 22. ágúst.
Lesa

Úrslit hverfaleika og bestu skreytingarnar

Á föstudaginn voru veittar viðurkenningar fyrir skreytingar á Ormsteiti. Að þessu sinni ákvað dómnefnd að íbúar efri hæðarinnar á Lagarási 12 skyldu hljóta viðurkenningu fyrir besta skreytta húsið. Skreytingar þar væru frumlegar og áberandi.
Lesa

Bæjarstjórnarfundur á miðvikudag

241. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 17. ágúst 2016 og hefst hann kl. 17.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu.
Lesa

5. í Ormsteiti: Fljótsdalsdagur

Sunnudagurinn 14. ágúst er hinn skemmtilegi Fljótsdalsdagur. Dagskráin þennan dag fer fram í Fljótsdalnum en einnig í Vallanesi.
Lesa