Ánægjuvogin – Styrkur íþrótta í Hlymsdölum

ÁNÆGJUVOGIN - STYRKUR ÍÞRÓTTA niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni.

UMFÍ og ÍSÍ standa í sameiningu fyrir fundi á Egilsstöðum í Egilsstaðaskóla í dag, fimmtudaginn 14. febrúar, og hefst fundurinn klukkan 17:15.

Þar ræðir dr. Viðar Halldórsson félagsfræðingur m.a. hvort að íþróttahreyfingin standist áskoranir nútímasamfélags eða sé eingöngu að þjálfa til árangurs. Viðar styðst við niðurstöður rannsóknarinnar Ánægjuvogin sem Rannsókn og greining gerði fyrir UMFÍ og ÍSÍ. Þar var m.a. könnuð staða íþróttastarfs, ánægja iðkenda, ásamt áfengis- og tóbaksnotkun og fleiru meðal sambandsaðila í 8.-10.bekk.


Þátttaka er ókeypis og öllum heimil.