Fara í efni

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október

07.10.2021 Fréttir

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn víða um heim 10. október ár hvert.

Dagurinn var fyrst haldinn árið 1992 af Alþjóðasamtökum um geðheilsu (World Federation for Mental Health). Markmiðið hefur frá upphafi verið að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt, geðrænan vanda og sporna gegn fordómum í garð þeirra sem glíma við slíkan vanda. Geðheilbrigðisdagurinn er dagur allra.

Að vanda er haldinn viðburður í tilefni dagsins og verður dagskrá hans kunngjörð á vefsíðu dagsins, 10okt.com. [www.10okt.com]

Á landsbyggðinni er ekki alltaf auðvelt að nálgast þjónustu sérfræðinga en það eru ýmsar bjargir sem hægt er að nýta til að leita aðstoðar varðandi geðheilbrigði. Hér eru taldar upp örfáar, en að auki er hægt að fá samtal við og ráðgjöf hjá félagsþjónustu Múlaþings í síma 4 700 700.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október
Getum við bætt efni þessarar síðu?