Ákveðið að ganga til samninga við Björn Ingimarsson

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs í dag, mánudaginn 12. júlí, var samþykkt að ganga til samninga við Björn Ingimarsson um starf bæjarstjóra sveitarfélagsins. Björn er hagfræðingur og var sveitarstjóri Þórshafnarhrepps árin 2001 til 2006 og Langanesbyggðar frá 2006 til 2009. Hann hefur síðan verið sjálfstætt starfandi við rekstrar- og stjórnunarráðgjöf. Gert er ráð fyrir að Björn komi til starfa fyrir sveitarfélagið í þessum mánuði.