Afgreiðsla bæjaskrifstofu opin frá og með 18. maí

Afgreiðsla skrifstofu Fljótsdalshéraðs verður opin, eftir nokkurt hlé, frá og með 18. maí, milli klukkan 8:00 og 15:45 eins og venjulega.

Gestir eða viðskiptavinir geta þannig komið í afgreiðsluna t.d. til að skila af sér gögnum eða fá gögn og upplýsingar. Heimsókn gesta er hins vegar enn ekki heimil inn á skrifstofuna.