ADHD: Þrjú námskeið á Egilsstöðum í haust

ADHD samtökin hyggjast halda þrjú námskeið á Egilsstöðum í haust. Námskeiðið "Taktu stjórnina" fyrir fullorðna með ADHD, og GPS námskeið fyrir stelpur annars vegar og stráka hins vegar.  GPS námskeiðin eru sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn i 8. til 10. bekk í grunnskóla. Fyrsta námskeiðið hefst 24.október.

Nánari upplýsingar má sjá hér á vef Fljótsdalshéraðs en skráning fer fram á vef ADHD samtakanna www.adhd.is.