16 nýjar 4G stöðvar settar upp á Austurlandi

Myndin er fengin af vef Pixabay
Myndin er fengin af vef Pixabay

Á undanförnum vikum hefur verið unnið að uppfærslu á farsímadreifikerfi Símans á Austurlandi með útskiptingu eldri 3G stöðva. Samtals hafa verið settar í gang 16 nýjar 4G stöðvar á svæðinu. 

Nýju 4G stöðvarnar á Fljótsdalshéraði og Fljótsdal eru á eftirfarandi stöðum:

Í Jökuldal: Brúarás og Skjöldólfsstaðahnjúkur 4G sendar eru á 900MHz og styðja allt að 100Mbps DL hraða.

Í Fljótsdal og Fljótsdalsheiði: Háurð, Teigsbjarg, Grjótárhnjúkur, Grjótárhnjúkur eystri, Fljótsdalsvirkjun og Hallormsstaður

4G sendar eru á 900MHz og styðja allt að 100Mbps DL hraða, nema á Hallormsstað er 700MHz.