10. flokkur bikarmeistari í körfuknattleik

Höttur varð á laugardaginn fyrst austfirskra liða til að verða bikarmeistari í körfuknattleik þegar 10. flokkur félagsins vann jafnaldra sína úr A liði Stjörnunnar 64-61 á Ásvöllum í Hafnarfirði. Eysteinn Bjarni Ævarsson var valinn mikilvægasti maður leiksins. Á vefsíðunni www.austurglugginn.is má sjá lýsingu Gunnars Gunnarssonar á leiknum og einnig myndir.