Starf Þjónustufulltrúa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

Viltu gerast þjónustufulltrúi hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs?

 Um er að ræða 100% starf sem er laust frá 18. apríl n.k.

Starfið þjónustufulltrúans felur meðal annars í sér eftirfarandi verk:

 • Skipulagningu og utanumhaldi félagslegrar heimaþjónustu, félagslegrar liðveislu, heimsendingu matar og ferðaþjónustu fatlaðs fólks
 • Eftirfylgd launaskýrslna og samskipti við launadeild
 • Umsjón með skráningu og biðlistum í dagþjónustu eldri borgara
 • Mánaðarlegar greiðslur til fóstur- og stuðningsforeldra sem og innheimtu til Sjúkratrygginga Íslands
 • Annast um skjalavörslu trúnaðargagna
 • Afgreiðslu almennra erinda er til skrifstofunnar berast
 • Undirbúning og frágang funda

Hæfniskröfur:

 • Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Stundvísi og áreiðanleiki
 • Tölvukunnátta, reynsla af exel, navison og One æskileg
 • Góð íslensku kunnátta
 • Bílpróf

 Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.

Upplýsingar gefur Guðrún Frímannsdóttir, félagsmálastjóri, gudrunf@egilsstadir.is sími 8203721, sími Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs er 4700700.

Umsóknum skal skila til Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum fyrir 1. mars n.k.