Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs - sumarstörf

Viltu vinna með fötluðu fólki í sumar?

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs óskar eftir að ráða starfsfólk vegna sumarafleysinga í búsetuþjónustu við fatlað fólk. Um er að ræða störf í vaktavinnu.

Möguleiki er á áframhaldandi starfi að afleysingu lokinni.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að aðstoða fatlað fólk við athafnir daglegs lífs s.s. heimilisstörf, persónulega aðstoð, félagslega þátttöku og tómstundir

 Hæfniskröfur í öll ofangreind störf

  • Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Íslenskukunnátta
  • Ökuréttindi eru æskileg

 Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög. Upplýsingar um störfin má fá hjá forstöðumönnum í búsetuþjónustu, Önnu Sigríði Karlsdóttur í síma 8994390 annask@egilsstadir.is og Margréti Hákonardóttur í síma 8946124 margreth@egilsstadir.is.

Umsóknareyðublöð má fá á heimasíðu Fljótsdalshéraðs og einnig á skrifstofu Fljótsdalshéraðs. Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k.

Athugið að stofnanir Fljótsdalshéraðs eru reyklausar.