Mann- og geðrækt

Mann og geðræktarmiðstöðin Ásheimar er athvarf fyrir einstaklinga sem hafa einangrast félagslega. Ásheimar eru til húsa í Miðvangi 22, Egilsstöðum (kjallari, gengið inn í húsið bakatil).  Mann- og geðræktarmiðstöðin er öllum opin.  Í Ásheimum er stefnt að því markmiði að vinna gegn félagslegri einangrun og skapa aðstæður fyrir fólk til að byggja sig upp andlega. Starfsemi Ásheima mótast að miklu leyti af óskum og þörfum notenda.
Hægt er að hafa samband í síma 4 700 795 á opnunartíma Ásheima sem er kl. 13 - 16 alla virka daga.

Forstöðumaður Ásheima er Freyja Pálína Jónatansdóttir.

 pdf merki Dagskrá Ásheima í janúar 2017

Nokkur námskeið eru á döfinni í Ásheimum, matreiðslunámskeið fer af stað í febrúar, einnig meðvirkninámskeið og fleiri námskeið eru væntanleg í framhaldinu.
Þeim sem hafa áhuga á þessum námskeiðum er bent á að hafa samband við Kristínu Rut í síma 4 700 795 varðandi skráningu.