Fara í efni

Eldri borgarar

Eldri borgarar geta sótt um félgaslegan stuðning sé þörf á því, sjá nánar undir félagsleg úrræði.

Dagþjónusta

Samkvæmt lögum um málefni aldraðra er dagþjónusta eldri borgara ætluð fólki sem býr á eigin heimili en þarf á stuðningi að halda til að geta búið þar sem lengst. Á vegum sveitarfélagsins er rekin dagþjónusta í Hlymsdölum að Miðvangi 6, Egilsstöðum. Fólk getur nýtt sér þjónustuna allt frá einum upp í fimm daga vikunnar.

Markmið þjónustunnar er að fólk geti notið persónulegrar aðstoðar í notalegu umhverfi þar sem bæði félagslegum og líkamlegum þörfum þess er mætt.

Hér er hægt að nálgast umsókn um þjónustuna.

Sími dagþjónustunnar er 4 700 798.

Félagsstarf

Mikilvægt er að tryggja eldri borgurum eins og örðum viðfangsefni í frítímanum og auka þannig líkur á að þeir kjósi heilbrigðan lífsstíl og einangri sig ekki félagslega. Lögð er áhersla á að virkja þátttöku allra þeirra sem þjónustan snýr að og leitast við að koma til móts við þarfir ólíkra hópa.

Upplýsingar um íþrótta- og tómstundastarf eldri borgara á Egilsstöðum veturinn 2023-2024.

Hlymsdalir

Hlymsdalir er félagsmiðstöð, staðsett á Egilsstöðum, þar sem fram fer fjölbreytt félags- og tómstundastarf fyrir íbúa sveitarfélagsins í samstarfi við Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði. Starfsfólk Félagsþjónustunnar annast fræðslu og ráðgjöf við einstaklinga með vikulegri viðveru í Hlymsdölum.

Miðvangi 6
700 Egilsstaðir
Facebooksíða Hlymsdala

Tryggvabúð

Tryggvabúð er félagsaðstaða eldri borgara á Djúpavogi. Félagsstarfið hefur upp á margt að bjóða. Til að mynda upplestur, hlusta á hljóðbækur, horfa á alls kyns myndefni, boccia, píla, perla, gátur, þrautir, umræður og spjall. Boðið er upp á hádegisverð og kaffitíma á opnunardögum.

Markarland 2
765 Djúpivogur
Netfang: tryggvabud@mulathing.is

Nánar um Tryggvabúð

Öldutún

Öldutún er félagsmiðstöð Framtíðarinnar, félags eldri borgara á Seyðisfirði. Þjónusta fyrir eldri borgara á vegum sveitarfélagsins eru meðal annars sundleikfimi, handavinna, félagsleg heimaþjónusta og matarsendingar.

Framtíðin, félag eldri borgara
Oddagata 4e
710 Seyðisfjörður
Sími: 472 1145

Gagnlegir tenglar

Tryggingastofnun ríkisins

Síðast uppfært 28. september 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?